GJALDSKRÁ

Draupnis lögmannsþjónustu

gildir frá 1. janúar 2024

1. Lögfræðingar Draupnis lögmannsþjónustu vinna á tímagjaldi nema samið sé sérstaklega um annað. Tímagjald lögfræðinga stofunnar er sem hér segir:

a. Eigendur 35.000 kr./klst.

b. Löglærðir fulltrúar 30.000 kr./klst.

Við ofangreinda þóknun bætist virðisaukaskattur eins og hann er ákveðinn samkvæmt lögum hverju sinni.

Lágmarkseining í tímavinnu er hálf klst. Ef erindið er brýnt og víkja þarf öðrum verkefnum til hliðar greiðist sérstakt álag.

Athygli er vakin á því að kostnaður og þóknun Draupnis kann að verða mun hærri en málskostnaðarákvörðun dómara. Ákvörðun dómara á málskostnaði hefur þannig ekki áhrif á ákvörðun þóknunar gagnvart viðskiptamanni vegna málflutnings.

2. Allur útlagður kostnaður vegna máls greiðist af viðskiptamanni, t.d. þingfestingargjöld, matsgerðir, ágripsgerð, aðkeyptar mætingar, ferða- og dvalarkostnaður eða hverju öðru nafni sem hann nefnist.

3. Við upphaf verks getur Draupnir krafist fyrirframgreiðslu inn á vörslureikning stofunnar vegna áætlaðs kostnaðar við verkið. Reikningar á hendur viðskiptamanni verða almennt gefnir út mánaðarlega og skuldfærðir af vörslureikningi. Fari staða vörslufjár niður fyrir umsamið lágmark getur Draupnir krafist þess að viðskiptamaður leggi fram viðbótargreiðslu inn á vörslureikninginn.

4. Viðskiptamanni ber að kynna sér ákvæði þessarar gjaldskrár. Hann er ábyrgur fyrir greiðslu þóknunar og útlagðs kostnaðar, hvort sem hún fæst greidd úr hendi gagnaðila eða ekki, nema sérstakt samkomulag sé gert um annað.

5. Viðskiptamaður á rétt á að fá yfirlit úr tímaskrá lögmanns sem liggur að baki reikningi, ef þess er óskað.

6. Gjaldskráin kann að taka breytingum tvisvar á ári, þ.e. 1. janúar og 1. júlí hvert ár.